Sölustaður kjötvinnslunnar er flutt í grænmetissöluna á Melum á Flúðum
Afgreiðslutími þar er frá kl. 13:00-17:00 alla daga
Pantanir í síma: 894-4933
Netfang: lkot@simnet.is
Erum líka á Facebook
Við framleiðum og seljum
holdanautakjöt
Á bænum Langholtskoti í Hrunamannahreppi eru ræktaðir holdanautgripir af Galloway og Aberdeen Angus og Limousin kyni.
Holdakýrnar bera á vorin og ganga kálfarnir undir mæðrum sínum í u.þ.b. sjö mánuði. Þetta tímabil er mjög mikilvægt fyrir vöxt kálfsins og gæði kjötsins, en að því
loknu eru kálfarnir teknir í hús og fá þá eingöngu úrvals hey.
Veturinn 2010 opnuðum við kjötvinnslu og fórum að vinna afurðir okkar undir vörumerkinu Kjöt frá Koti. Kjötvinnslan hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Gripunum er slátrað í Sláturfélagi Suðurlands en kjötið er unnið í kjötvinnslunni okkar.
Kjötinu er pakkað í lofttæmdar umbúðir og merkt með þyngd og dagsetningu.
Steikur við öll tækifæri, hakk, gúllas, 120gr. hamborgarar, grafið nautakjöt og margt fl.
Allar afurðir okkar eru úr 100% hreinu nautakjöti, engum aukaefnum er bætt í kjötið okkar
Bændurnir Unnsteinn og Valdís.